Brandari dagsins.

Það var kvöld eitt að hjónin höfðu lagst til hvílu fyrir nóttina að konan varð vör við að eiginmaðurinn snerti hana á mjög óvenjulegan hátt. Fyrst renndi hann hendinni yfir axlirnar á henni og efrihluta baksins. Síðan renndi hann hendinni mjög létt yfir brjóst hennar . Þá hélt höndin varlega niður með síðunni og yfir magann og síðan niður meðsíðunni hinu megin niður að mitti. Hann þuklaði síðan mjöðm hennar fyrst öðru megin og síðan hinu megin. Hönd hans fór síðan niðureftir lærunum utanverðum.
Hönd hans strauk síðan vinstra lærið varlega að innanverðu  og eins við
hægra lærið. Þegar þarna var komið var hjartsláttur konunnar orðinn örari og hún titraðiaðeins og hagræddi sér í rúminu.
Þá hætti maðurinn skyndilega og sneri sér yfir á hina hliðina í rúminu.
“Af hverju ertu hættur” hvíslaði konan.Hann hvíslaði til baka   “ Ég er búinn að finna fjarstýringuna”!!

Misskilningur....

Sigríður nunna dó og fyrir misskilning lenti í neðra  Hún hringdi í Pétur og sagð honum frá því hvað hefði gerst og Pétur sagðist mundi kippa þessu í liðinn hið snarasta.Dagur leið og ekkert breyttist svo Sigríður hringir aftur í Pétur: "Sæll Lykla Pétur, þetta er Sigríður nunna. Nú hefur liðið dagur og ekkert breyst. Það er allt mjög skrítið hér. Mér þætti vænt um ef þú gætir hraðað þessu""Já afsakaðu Sigríður mín. Það hefur verið svo mikið að gera að ég hef ekki komist í þetta. Kíki strax á það" Nóttin líður og enn bólar ekkert á breytingum svo Sigríður hringir aftur í Pétur: "Sæll Lykla Pétur. Þetta var hræðileg nótt hér í neðra og og mér sýnist það eigi eftir að verða hræðilegra. Í kvöld verður kynsvall hér í neðra og þú verður að bjarga mér upp til himna sem fyrst""Fyrirgefðu mér Sigríður. Ég því miður steingleymdi þessu en skal redda þessu strax" Önnu nótt leið og Sigríður nunna hringir aftur: "Sæll Pési, Sigga hérna. Gleymd'essu!"

Hver er aldur þinn?

Hvernig á að finna út aldur þinn


Ekki segja mér aldur þinn; þú myndir hvort eð er ekki segja satt – En þjónninn á veitingahúsinu gæti vitað það!


ALDUR ÞINN MEÐ VEITINGAHÚSAAÐFERÐINNI


Þetta er nokkuð sniðugt

 



EKKI SVINDLA MEÐ ÞVÍ AÐ SKRUNA NIÐUR SÍÐUNA STRAX!

Þetta tekur ekki meira en mínútu og þú reiknar þetta saman um leið og þú lest ...


1.  Byrjaðu á því að velja þér tölu, þ.e. hversu oft í viku þú viljir fara út að borða.  Talan verður að vera hærri en 1 og lægri en 10.


2.  Margfaldaðu þessa tölu með 2 (svona bara til að gera þetta áhugavert)

3.  Bættu við 5


4.  Margfaldaðu útkomuna með 50.


5.  Ef þú hefur þegar átt afmæli á árinu, bættu við 1757 .

Ef ekki, bættu við 1756.


6.  Dragðu nú fæðingarárið þitt frá, fjögurra stafa tala.


Nú ætti þú að eiga eftir þriggja stafa tölu.


Fyrsta talan er upprunalega talan þín, þ.e. hversu oft í viku þú vilt fara út að borða.

Næstu tvær tölurnar eru


ALDUR ÞINN ! -------- (Ó, JÁ !!!!)


ÞETTA VIRKAR AÐEINS Á ÞESSU ÁRI (2007) ÞANNIG AÐ DREIFÐU ÞESSU MEÐAN HÆGT ER

Aksturslag kvenna!

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með

andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á
roastbeefsamlokuna sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við
að afstýra árekstri
við konuhelvítið og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum,
datt gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var
með á milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist
á Orminn Langa og tvíburana. Ég rak upp öskur og missti við það 
sígarettuna úr munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég 
missti af mikilvægu símtali! Hvað er að þessum helv. kellingum?


Guðhrædd móðir.

Þrír synir afar guðhræddrar móður fóru að heiman til að spreyta sig á lífinu.
 

Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.
Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar
sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.

"Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.

"Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.

"Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. "Þið munið hvað mamma hafði mikla unun
af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla utan að.
Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers
og þá fer páfagaukurinn með textann."

Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.

Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
"Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."

Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
"Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni."

Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
"Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir
hvernig ætti að gleðja hana móður þína.
Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti!"


Brandari dagsins.

Þrír vinir dóu og fóru til himna. Einn þeirra er handjárnaður við eina ljótustu stúlkuna þar. Hann spyr hverju það sæti. Lykla Pétur segir: ,,Þegar þú varst níu ára drapstu fugl með steini.” Hið sama gerist með annan vininn. Hann spyr einnig um ástæðuna. Aftur svarar Lykla Pétur því sama: ,,Þegar þú varst níu ára drapstu fugl með steini.”

Þriðji vinurinn hlær að vinum sínum og segir að hann sé feginn að hafa aldrei gert svona nokkuð. Hann er handjárnaður við fallegustu stúlkuna í himnaríki. Hinir vinirnir spyrja hvers vegna hann fái flottustu stelpuna (á ballinu). ,,Vegna þess að þegar hún var níu ára drap hún fugl með steini.”


Mynd dagsins.

untitled

Góður!

untitled

Brandari dagsins - spes fyrir lögfræðinga.

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar.

Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum, þú verður að fara niður."

"En en, ég er verkfræðingur..."

"Já sorry en þú ert ekki á listanum!"

Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.

Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis.

Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni.

Satan segir strax: "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."

Guð er ekki sáttur og segir:  "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það."

Þá varð Satan mikið niðri fyrir og sagði: "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður.  Jón breytti þessu öllu.  Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum.  Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann."

"Sko, Satan, þú lætur mig fá hann aftur eða ég fer í mál við þig!"
"Já er það og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga!"
 


Mynd dagsins - veðursteinn.

Þar sem ljóst er að engu máli skiptir hvernig veðrið verður á Ísafirði þurfum ekki á svona steini að halda,er ekki best að rigni sem mest?

ATT000386

 

 

 

 

 

 

 

P.s. "Stal" myndinni af The Real Thing frá Elfu, hér er mynd af honum en hann er staðsettur að Sólheimum í Grímsnesi.

037


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband