Stofnfundur

Hins Íslenska Mýrarboltafélags var haldinn laugardaginn 25. ágúst 2007 heima hjá Þuríði. Mættar voru stofnmeðlimir félagsins: Elfa, Linda, Ragna og Þuríður, ásamt heimilismönnum Þuríðar. Jóhannes var búinn að standa í ströngu allan daginn við að þrífa, versla, grilla og ekki nóg með það, hann að sjálfsögðu gekk frá, keyrði drottningarnar á Papana á Players og ekki stóð á honum að koma þeim safe and sound heim líka! Það er nú bara til eitt eintak af svona mönnum sko :)
En stofnmeðlimir tóku til við það að lærum loknum að semja fundargerð og lög hins nýja félags, meðal helstu atriða var að finna nafn á félagið, hanna logo og búninga, útvega þjálfara, fjölga liðsmönnum og fylgifiskum og er skemmst frá því að segja að þetta var og verður piece of cake!
Mættar skiptu jafnframt með sér embættum og ættu allar stjórnir að vera svona einhuga og sammála í störfum sínum: Þuríður formaður, Elfa gjaldkeri, Linda ritari og Ragna markaðs - og fjáröflunarfulltrúi. Konan með stysta nafnið verður auðvitað að hafa lengsta titilinn, nema hvað!
Var síðan haldið á Players þar sem að náðist að smala saman nokkrum liðsmönnum en ljóst er að betur má ef duga skal, en það eru jú nokkrir mánuðir til stefnu :)

Kveðja Ragna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband