28.8.2007 | 12:55
Lög Hins Íslenska Mýrarboltafélags.
1. gr.
Heiti félagsins er Hið íslenska mýrarboltafélag, (e) The Icelandic Swamp Soccer Association. Lögheimili félagsins er að Skjólsölum 14 í Kópavogi sem er jafnframt varnarþing félagsins.
2. gr.
Markmið félagsins er að: Að keppa ár hvert í mýrarbolta á Ísafirði og efla hina virðulegu íþrótt.
3. gr.
Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.: fjölga félagsmönnum og fylgifiskum, þannig að félagsmenn verði að lágmarki ár hvert 50 talsins.
4. gr.
Aðalfund félagsins skal halda árlega, að afstöðnu keppnistímabili. Í síðasta lagi 1. október ár hvert.
5. gr.
Á aðalfundi skal kjósa stjórn félagins sem skal skipuð að lágmarki 4 félagsmönnum. Stjórnin skal skipuð af formanni, markaðs- og fjáröflunarfulltrúa, gjaldkera og ritara. Á aðalfundi skal leggja fram reikninga félagsins til samþykktar og tillögur að breytingum á lögum félagsins. Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu hafa borist formanni 2 dögum fyrir aðalfund. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara og skal tilkynning með tölvupósti teljast nægjanleg. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið á aðalfundi. Ákvarðanir stjórnar skulu teknar einróma.
6. gr.
Lögum félagsins má aðeins breyta ef tillaga að breytingu hefur verið lögð fram 2 dögum fyrir aðalfund og hlotið samþykkt meirihluta félagsmanna á aðalfundi.
7.gr.
Maki þjálfara skal ávallt njóta stöðu heiðurskeppanda og skal hann ekki bera kostnað sem rekja má til þátttöku af móti ár hvert. Til kostnaðar telst ekki kostnaður af gistingu, ferð á keppnisstað og fæði þá daga sem mót er haldið.
Samþykkt á stofnfundi Hins íslenska mýrarboltafélags að kvöldi 25. ágúst 2007.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er ljóst að þið eruð snillingar og eigið ykkur engan samnburð í þessu né öðru þjóðfélagi vildi bara segja við 8 grein lagna húrr 3x húrra
kveðja Kona þjálfarans
Kona Þjálfarans (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.