Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
29.8.2007 | 18:54
Stjörnumerkin - er þér rétt lýst?
* Outgoing.
* Lovable.
* Spontaneous.
* Not one to mess with.
* Funny.
* EXCELLENT kisser.
* EXTREMELY adorable.
* Loves relationships.
* Addictive.
* Loud.
2. TAURUS - The Tramp (the Bull - 20 April - 20 May)
* Aggressive.
* Loves being in long relationships.
* Likes to give a good fight for what they want.
* Extremely outgoing.
* Loves to help people in times of need.
* GOOD kisser.
* GOOD personality.
* Stubborn but a caring person.
* One of a kind.
* Not one to mess with.
* Usually are the most attractive people.
3. GEMINI - Irresistible (the Twins - 21 May - 21 June)
* Nice.
* Love is one of a kind.
* Great listener.
* Lover not a fighter, but will still knock you out.
* Trustworthy.
* Always happy.
* Loud.
* Talkative.
* Outgoing.
* VERY Forgiving.
* Loves to make friends.
* Has a beautiful smile.
* Generous.
* Strong.
* The Irresistible one.
4. CANCER - The Cutie (the Crab - 22 June - 22 July)
* Most AMAZING kisser...Very high appeal.
* Love is one of a kind.
* Very romantic.
* Most caring person you will ever meet!
* Very creative.
* Extremely random and proud of it.
* Freak.
* Spontaneous.
* Great at telling stories.
* Not a fighter, but will knock your lights out if it comes down to it.
* Someone you should hold on to.
5. LEO - The Lion (the Lion - 23 July - 22 August)
* Great talker.
* Attractive and passionate.
* Laid back.
* Knows how to have fun.
* Is really good at almost anything.
* GREAT kisser.
* Unpredictable.
* Outgoing.
* Down to earth.
* Addictive.
* Attractive.
* Loud.
* Loves being in long relationships.
* Talkative.
* Not one to mess with.
* Rare to find.
* Good when found.
6. VIRGO - The One that Waits (the Virgin - 23 August - 22 September)
* Dominant in relationships.
* Someone loves them right now.
* Always wants the last word.
* Caring.
* Smart.
* Loud.
* Loyal.
* Easy to talk to.
* Everything you ever wanted.
* Easy to please.
* The one and only.
7. LIBRA - The Lame One (the Balance - 23 September - 23 October)
* Nice to everyone they meet.
* Their Love is one of a kind.
* Silly, fun and sweet.
* Have own unique appeal.
* Most caring person you will ever meet!
* However not the kind of person you want to mess with...you might end
up crying.
8. SCORPIO - The Addict (the Scorpion - 24 October - 21 November)
* EXTREMELY adorable.
* Intelligent.
* Loves to joke.
* Very good sense of humor.
* Energetic.
* GOOD kisser.
* Always get what they want.
* Attractive.
* Easy going.
* Loves being in long relationships.
* Talkative.
* Romantic.
* Caring.
9. SAGITTARIUS - The Promiscuous One (the Archer - 22 November - 21
December)
* Spontaneous.
* High appeal.
* Rare to find.
* Great when found.
* Loves being in long relationships.
* So much love to give.
* Not one to mess with.
* Very attractive.
* Very romantic.
* Nice to everyone they meet.
* Their Love is one of a kind.
* Silly, fun and sweet.
* Have their own unique appeal.
* Most caring person you will ever meet!
* Not the kind of person you wanna mess with because you might end up
crying.
10. CAPRICORN - The Passionate Lover (the Goat - 22 December - 19
January)
* Love to bust.
* Nice.
* Sassy.
* Intelligent.
* Sexy.
* Irresistible.
* Loves being in long relationships.
* Great talker.
* Always gets what he or she wants.
* Cool.
* Loves to own Gemini's in sports.
* Extremely fun.
* Loves to joke.
* Smart.
11. AQUARIUS - Does It In The Water (the Water Bearer - 20 January -
18
February)
* Trustworthy.
* Attractive.
* GREAT kisser.
* One of a kind.
* Loves being in long-term relationships.
* Extremely energetic.
* Unpredictable.
* Will exceed your expectations.
* Not a Fighter, but will knock your lights out if it comes down to it.
12. PISCES - The Partner for Life (the Fishes - 19 February - 20
March)
* Caring and kind.
* Smart.
* Center of attention.
* High appeal.
* Has the last word.
* Good to find, hard to keep.
* Fun to be around.
* Extremely weird but in a good way.
* Good Sense of Humor!!!
* Thoughtful.
* Always gets what he or she wants.
* Loves to joke.
* Very popular.
* Silly, fun and sweet.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 00:23
Þvottavélin fundin!
Þar sem ljóst er að þvo þarf slatta af liðsmönnum, þá tilkynnist hér með að þvottavélin er fundin!
Fékk hana fyrir slikk á Ebay. Ragna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 15:41
Félagsmenn.
Að sjálfsögðu eru makar og börn stofnmeðlima boðin velkomin í hópinn:
Jóhannes, Elísa og Sylvía.
Stefán og Ásgeir Tómas.
Friðrik, Alda, Gylfi og Annarósa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 13:54
Nýjir félagsmenn.
Fyrir hönd HIM býð ég eftirtalin velkomin í hópinn:
Bella
Gísli Már
Sveindís Ósk
Agnar
Elías
Nonni
Sævar
Það er ljóst að það fer fríður flokkur frábærra fótboltamanna og kvenna vestur á næsta ári.
Kveðja Ragna
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 13:08
Brandari dagsins.
Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.
Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...
Þá, sagði hann...
"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 12:55
Lög Hins Íslenska Mýrarboltafélags.
1. gr.
Heiti félagsins er Hið íslenska mýrarboltafélag, (e) The Icelandic Swamp Soccer Association. Lögheimili félagsins er að Skjólsölum 14 í Kópavogi sem er jafnframt varnarþing félagsins.
2. gr.
Markmið félagsins er að: Að keppa ár hvert í mýrarbolta á Ísafirði og efla hina virðulegu íþrótt.
3. gr.
Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.: fjölga félagsmönnum og fylgifiskum, þannig að félagsmenn verði að lágmarki ár hvert 50 talsins.
4. gr.
Aðalfund félagsins skal halda árlega, að afstöðnu keppnistímabili. Í síðasta lagi 1. október ár hvert.
5. gr.
Á aðalfundi skal kjósa stjórn félagins sem skal skipuð að lágmarki 4 félagsmönnum. Stjórnin skal skipuð af formanni, markaðs- og fjáröflunarfulltrúa, gjaldkera og ritara. Á aðalfundi skal leggja fram reikninga félagsins til samþykktar og tillögur að breytingum á lögum félagsins. Tillögur að breytingum á lögum félagsins skulu hafa borist formanni 2 dögum fyrir aðalfund. Til aðalfundar skal boða með minnst viku fyrirvara og skal tilkynning með tölvupósti teljast nægjanleg. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið á aðalfundi. Ákvarðanir stjórnar skulu teknar einróma.
6. gr.
Lögum félagsins má aðeins breyta ef tillaga að breytingu hefur verið lögð fram 2 dögum fyrir aðalfund og hlotið samþykkt meirihluta félagsmanna á aðalfundi.
7.gr.
Maki þjálfara skal ávallt njóta stöðu heiðurskeppanda og skal hann ekki bera kostnað sem rekja má til þátttöku af móti ár hvert. Til kostnaðar telst ekki kostnaður af gistingu, ferð á keppnisstað og fæði þá daga sem mót er haldið.
Samþykkt á stofnfundi Hins íslenska mýrarboltafélags að kvöldi 25. ágúst 2007.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 12:49
Fundargerð stofnfundar.
Laugardagur 25. ágúst 2007.
Haldinn er fundur að Skjólsölum 14 í Kópavogi kl. 21.15. Markmið fundar er að stofna félag til að keppa í mýrarbolta á Ísafirði um verslunarmannahelgina 2008 og ár hvert eftir það. Til fundarins eru mættar Ragna Gestsdóttir, Linda Hrönn Gylfadóttir, Elfa Sigurjónsdóttir og Þuríður Björk Sigurjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi er Jóhannes Elíasson.
Dagskrá fundarins liggur frammi.
- Kosning í embætti formanns, ritara, gjaldkera og markaðsfulltrúa og nafngift félagsins.
Tillaga kom fram um að nafn félagsins skuli vera Hið íslenska mýrarboltafélag (e) The Icelandic Swamp Soccer Association. Tillagan er lögð til atkvæðagreiðslu og er hún samþykkt með fyrirvara um að ekki sé annað félag á Íslandi með sama nafni.
Áskorun kom fram frá fundarmönnum um að Þuríður myndi bjóða sig fram til formanns. Lýsti hún því yfir að hún myndi ekki bregðast áskorendum og bauð sig fram til formanns. Var framboð hennar samþykkt með lófataki. Ragna bauð sig fram sem markaðsfulltrúa og var framboð hennar til þessa ábyrgðarmikla hlutverks samþykkt með lófataki. Linda bauð sig fram sem ritara og var framboð hennar samþykkt með lófataki enda ljóst af hálfu viðstaddra að engin myndi geta gegnt þessu ábyrgðarmikla starfi betur. Elfa bauð sig fram sem gjaldkera félagsins og var framboð hennar samþykkt með lófataki enda full ljóst að aðrir mættir gætu ekki borið ábyrgð á fjárreiðum félagsins miðað við hina miklu og taumlausu peningaeyðslu sumarið 2007.
Stjórn hins nýja félags er þannig skipuð:
Þuríður Björk Sigurjónsdóttir formaður
Linda Hrönn Gylfadóttir ritari
Elfa Sigurjónsdóttir gjaldkeri
Ragna Geststóttir markaðsfulltrúi.
2. Fjölgun þáttakenda og fylgifiska.
Mættir eru sammála um að mynda tengsl við skipuleggjendur mótsins og hvetja mótshaldara til að stofna unglingamót, samhliða móti fullorðinna. Formaður kveðst fús til að taka að sér að mynda tengsl hins nýstofnaða félags við mótshaldara á Ísafirði, hvað þetta varðar. Er tillaga formanns samþykkt. Á næsta fundi félagsins mun formaður gera grein fyrir gangi mála hvað þetta varðar.
Rætt er einnig um að fá fleiri þátttakendur í Hið íslenska mýrarboltafélag. Gjaldkeri félagsins lýsir því yfir að tilgangur félagsins sé að efla íþróttina og að auka veg og vegsemd og að vinna að framgangi hennar. Stjórnarmenn allir, lýsa því yfir að unnið verði hörðum höndum að fá fleiri til liðs við hið nýstofnaða félag. Formaður gerir grein fyrir því að hún sé hugsanlega með um 4 konur sem eru tilbúnar að taka þátt fyrir utan stjórnarmenn. Aðrir stjórnarmenn gera grein fyrir stöðunni að því er varðar smölun í félagið: Ragna; gerir hún grein fyrir að hún sé með hugsanlega 4 konur sem eru tilbúnar að taka þátt og einn karlmann að auki. Linda; gerir hún grein að hún sé með allavega 26 einstaklinga sem eru tilbúnir að taka þátt í mýrarboltamóti árið 2008. Elfa; kveðst hún munu næstu vikur vinna hörðum höndum að því að fá ættingja og vini til að taka þátt.
3. Fjáröflun.
Mættur er til fundar Jóhannes Elíasson. Lýsir hann yfir ánægju sinni með stofnun hins nýja félags. Kveðst hann reiðubúinn til að kosta för liðsins til Ísafjarðar árið 2008. Leggur Jóhannes fram gjafabréf fyrir 2 í flug innanlands og jafnframt dagsferð til Kúlusúkk sem hann kveðst tilbúin til að leggja Hinu íslenska mýrarboltafélagi fram sem hans framlag til stofnun þessa virðingarverða félags. Formaður leggur til að nafni markaðsfulltrúa verði breytt í markaðs- og fjáröflunarfulltrúa. Tillaga formanns er samþykkt með lófataki. Nýr markaðs- og fjáröflunarfulltrúi gerir grein fyrir stefnu sinn í hinu nýstofnaða félagi: Hún kveðst ætla að fá einn sterkan aðila til að vera aðal styrtkaraðili félagsins. Sá aðili fengi nafn sitt á alla búninga. Mættur, Jóhannes Elíasson lýsir því yfir að hann sé fús að gera félag sitt Hársnyrtistofuna Dalbraut, aðalstyrktaraðila. Samþykkt er tillaga Jóhannesar með fyrirvara um að aðrir fjársterkari aðilar komi ekki inn sem styrktaraðilar. Ragna gerir grein fyrir því sem hún kallar áheitabolta. Að safna skuli áheitum fyrir hvert skorað mark umfram hitt liðið sem keppir á móti, gildir þetta um öll lið í öllum deildum hins nýstofnaða félag. Lögð er fram sú tillaga að ræða við eignendur Bang&Olufsen um að styrkja hið ný stofnaða félag og jafnframt eigendur heildverslunarinnar Puma. Formaður lýsir því yfir að hann sé tilbúin að taka að sér það verkefni, sökum tengsla við eigengur Bang & Olufsen og Puma heildverslunarinnar. Markaðs- og fjáröflunarfulltrúi félagsins kveðst sáttur við þessa skipan þrátt fyrir að gengið sé gróflega inn á verksvið hans. Lýsir hann því yfir að hagur hins nýstofnaða félags sé framar öllu. Ragna leggur til að áheitum verði safnað varðandi frammistöðu félagsins á mótinu sjálfu, skuli þá einkum verða leitað til náinna fjölskyldumeðlima,svo sem foreldra, tengdaforeldra og systkina, fjársterkra, ekki verra að sögn formanns. RG leggur til að hafin verði sala á klósettpappír fyrir báða enda fyrir hönd félagsins. Tillagan er samþykkt einróma með lófataki. RG leggur til að gerð verði heimasíða og verði hún kostuð með sölu á auglýsingum. Tillaga hennar er samþykkt.
4. Búningar og logo félagsins.
Ákveðið er að enginn ákveðinn litur verði litur félags, heldur verði einkenni félagsins ár hvert skrautlegasti búningurinn, þannig að eftirvænting landsmanna verði fólgin í því í hverju félagið verði en ekki litur félagsins. Ákvörðun um búninga er frestað þar til síðar þar sem slíkt verður að vera í samráði við styrktaraðila. Ákveðið að RG hafi samband við lil sis hvað hönnun á logoi varðar.
5. Gistimöguleikar og rúta.
Ákveðið er að markaðs- og fjáröflunarfulltrúi sjái um þessi mál fyrir hönd stjórnar og annarra félagsmanna.
6. Þjálfaramál.
Formaður lýsir því yfir að hann hafi haft samband við Theodór Sveinjónsson, þjálfara í meistarflokki kvenna hjá Knattspyrnufélaginu Val. Féllst Theódór á að verða þjálfari félagsins. Ekki hefur verið rætt um þóknun þjálfara. Gjaldkeri vill benda á að rætt hefur verið innan stjórnar að veita maka þjálfara kost á að taka þátt í móti án endurgjalds og að slíkt verði ákveðið sem þóknun þjálfara. Tillaga er borin undir fundarmenn og er hún samþykkt einróma og með lófataki.
7. Annað sem stjórnarmönnum dettur í hug.
Formaður félagsins leggur til að ákvæði verði í lögum félags um að maki þjálfara hverju sinni verði heiðursþátttakandi á móti fyrir hönd félags og beri ekki kostnað af þátttöku sinni. Tillaga er gerð með það að markmiði að fá færustu þjálfara landsins til að þjálfa hið nýstofnaða félag. Tillaga er lögð fram og er samþykkt einróma og með lófataki.
RG, MF fulltrúi gerir að tillögu sinni að hún muni sjá um og bera ábyrgð og tryggja að gerð verði heimasíða fyrir hið nýstofnaða félag. Formaður ræðir þessa tillögu við fundarmenn og leggur áherslu á mikilvægi þess að félagið hafi öfluga og vel gerða heimasíðu. Er MF fulltrúa veittur 2ja mánaða frestur til að hrinda þessu í framkvæmd.
Kl. 22.00 er rætt lög fyrir félagið, gert er hlé í 1 klst á meðan lög eru gerð. Fundur verður aftur kl. 23.00 þann 25. ágúst 2007 þar sem lög félagsins verða lögð fram til samþykktar eða synjunar.
Kl. 23.00, laugardaginn 25. ágúst er fundi haldið áfram.
Lögð eru fram lög félagsins og þau borin upp til samþykktar eða synjunar.
Lög félagsins eru samþykkt einróma með lófataki.
Fundi slitið kl. 23.01.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 12:28
Spakmæli dagsins:
27.8.2007 | 21:07
Ávarp formanns
Ágætu landsmenn og kæru félagar í Hinu íslenska mýrarboltafélagi (e) The Icelandic Swamp Soccer Association !
Eins og fram hefur komið í skrifum markaðs- og fjáröflunarfulltrúa félagsins, var félagið stofnað með viðhöfn laugardaginn 25. ágúst s.l. Eftir að hafa rennt niður grilluðu læri, a la Jói rakari með öllu tilheyrandi, á meðan Jói gekk frá og vaskaði upp (eins og venjulega), var fundur í hinu virðulega félagi settur. Dagskrá fundarins lá frammi og var reynt að halda henni, þrátt fyrir mikil frammíköll og læti viðstaddra, enda ljóst að fundarmönnum var mikið í mun að hraða stofnun félagsins, enda var stefnan tekin á Players þá um kvöldið til að fagna stofnun félagsins. Eftir 2ja tíma ströng fundarhöld var lokahönd lögð á lög félagsins, sem eru í átta greinum og verða birt fljótlega á heimasíðu félagsins. Lög félagsins voru samþykkt einróma og hlaut hver greinanna átta samþykki með háværu og miklu lófataki. Samkvæmt lögum félagsins er markmið þess að keppa í mýrarbolta ár hvert og efla hina göfugu íþrótt. Til að ná því markmiði hyggst félagið fjölga félagsmönnum þannig að þeir verði að lágmarki 50 talsins. Ljóst er að nú þegar hefur Hið íslenska mýrarboltafélag náð markmiði sínu, þar sem fjölskylda virðulegs ritara félagsins telur allavega 50 manns og er þá miðað við móður hennar, systkini hennar, maka og börn. Þar sem félagið hefur nú þegar náð markmiði sínu er ljóst að kröftum formanns og annarra stjórnarmanna verður varið í önnur verkefni, s.s. að hvetja nýráðinn þjálfara félagsins, Theódór Sveinjónsson þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Val, að taka nýja starfið alvarlega og mæta á æfingar!
En hvað er mýrarbolti, kann einhver fávís að spyrja sig ? Já kæru landsmenn, hvað er mýrarbolti ? Þessari göfugu íþrótt er erfitt að lýsa með orðum og hvet ég því alla landsmenn að fara inn á myrarbolti.com til að kynna sér íþróttina.
Að lokum óskar formaður félagsins öllum félagsmönnum til hamingju með stofnun hins nýja félags og hvetur alla sem áhuga hafa á að taka þátt í keppni í mýrarbolta fyrir hönd Hins íslenska mýrarboltafélags á Ísafirði um verslunarmannahelgi 2008 að hafa samband við einhverja af skvísunum fjórum í stjórn félagsins......
Kær kveðja
Þurý
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.8.2007 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 11:31